Lífland lækkar kjarnfóðurverð um allt að 4%
10.05.2010
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi:
„Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um allt að 4%.
Það er einkum hagstæð þróun gengis á síðustu vikum sem gerir okkur nú kleift að lækka verð.
Eins og menn þekkja, þá er aðalástæða hagstæðrar gengisþróunar hin erfiða staða ríkja í suðurhluta Evrópu, einkum Grikklands. Því miður hefur þessi erfiða staða einnig valdið miklum titringi á hráefnamörkuðum og bendir margt til þess að framundan séu talsverðar erlendar hækkanir á hráefnum til fóðurgerðar.
Lækkunin tekur gildi mánudaginn 10. maí.
F.h. Líflands
Bergþóra Þorkelsdóttir
framkvæmdastjóri“