Lífland lækkar kjarnfóðurverð um 3-4%
16.01.2009
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi hf.
„Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um 3-4%.
Verð hráefna til fóðurgerðar hefur á erlendum mörkuðum lækkað nokkuð upp á síðkastið. Á sama tíma hefur þó gengisþróun íslensku krónunnar verið óhagstæð, en að öllu samanteknu, þá hefur núna myndast svigrúm til þessarar lækkunar kjarnfóðurs.
Verð kjarnfóðurs verður næst endurskoðað í febrúar og mun fyrst og fremst ráðast ráðast af gengisþróun íslensku krónunnar hvert framhaldið verður.
Lækkunin tekur gildi föstudaginn 16. janúar.
Nánari upplýisingar veitir Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri í síma 540-1100″