Lífland lækkar kjarnfóðurverð um 2-4%
14.02.2009
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi hf:
„Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um 2-4%, mismunandi eftir tegundum.
Á síðustu vikum hefur gengi íslensku krónunnar styrkst nokkuð og því hefur nú myndast svigrúm til
lækkunar kjarnfóðurs.
Lækkunin tekur gildi mánudaginn 16. febrúar.
Allar nánari upplýsingar veitir Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri, s. 540-1100″.