Lífland lækkar fóðurverð um allt að 2%
08.04.2010
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi hf:
Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um allt að 2%.
Samspil gengis og verðþróunar á hráefnum erlendis gera okkur kleift að stíga þetta skref í átt til lækkunar.
Lækkunin tekur gildi mánudaginn 12. apríl.
Fh. Líflands
Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri.