Beint í efni

Lífland lækkaði verðið!

02.09.2016

Lífland lækkaði í gær verð á kjarnfóðri um 2% og um leið lækkuðu öll helstu hráefni einnig, mismikið eftir tegundum. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að lækkanirnar séu í samræmi við gengisþróun og lækkun á hráefnaverði á heimsmarkaði.

 

Verðlisti kjarnfóðurs hér á heimasíðunni hefur verið uppfærður til samræmis við verðbreytinguna og hægt er að sjá heildaryfirlitið með því að smella hér/SS.