Beint í efni

Lífland hf hækkar kjarnfóðurverð um 9-15%

09.10.2008

Á heimasíðu Líflands hf er að finna svohljóðandi tilkynningu:

 

„Vegna gríðarlegrar veikingar á íslensku krónunni á síðustu vikum er Líflandi sá einn kostur að hækka verð á kjarnfóðri. Við síðustu verðákvörðun kjarnfóðurs var gengi Evru gagnvart krónunni 123 krónur. Það gefur því auga leið að verðhækkun er óhjákvæmileg. Lífland mun aðeins taka inn í verðlagningu hluta af raunverulegri hækkunarþörf. Því mun hækkunin nema 9-15% og taka gildi föstudaginn 10. október. Vonir okkar hjá Líflandi standa til þess að gengismál muni snúast til betri vegar á næstu vikum. Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 540 1100.“