
Lífland: hækkun á kjarnfóðri
04.05.2018
Þann 1. maí tók gildi tveggja prósenta verðhækkun á öllu kúafóðri hjá Líflandi segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir ennfremur: „Hækkunin nú stafar helst af hækkun á heimsmarkaðsverði sojamjöls en hækkanir eru jafnframt nokkrar á öðrum hráefnum.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Elfar Þrastarson, framkvæmdastjóri sölusviðs Líflands“. Verðlisti kjarnfóðurs á naut.is verður uppfærður í samræmi við verðbreytinguna á næstu dögum/SS.