Beint í efni

Lífland hækkar kjarnfóðurverð um 4-10%

18.02.2011

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Líflandi hf.:

 

Lífland tilkynnir hér með um hækkun á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 4-10%,  mismunandi eftir tegundum.

Ástæður verðbreytingarinnar eru miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og veiking íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum.

Hækkunin tekur gildi þriðjudaginn 22. febrúar 2011.

Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 540-1100.


Virðingarfyllst,
F.h. Líflands


Bergþóra Þorkelsdóttir
Framkvæmdastjóri