Beint í efni

Lífland hækkar kjarnfóðurverð um 4%

13.08.2009

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi:

 

„Í byrjun maímánaðar sl. hafði orðið það óhagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar að óhjákvæmilegt var þá að hækka verð á kjarnfóðri.  Hækkuninni var haldið í algeru lágmarki í þeirri von að gengisþróun yrði hagstæðari fyrripart sumars.  Því miður gekk það ekki eftir og sem dæmi má taka að gengi íslensku krónnunnar gagnvart Evru hefur veikst um rúm 6% frá því í maí.

Á síðustu vikum hafa sumar hrávörur lækkað á erlendum mörkuðum, en einnig hafa orðið nokkrar verðhækkanir á mikilvægum hráefnum eins og sojamjöli og sojaolíu. 

Þegar öll þessi atriði eru skoðuð verður ekki komist hjá því að verðbreytingar verði á kjarnfóðri. Verðhækkun verður því á kjarnfóðri frá Líflandi frá og með næstkomandi mánudagi 17. ágúst. Verðhækkunin nemur allt að 4% misjafnt eftir tegundum.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri, s. 540-1100.“