Beint í efni

Lífland hækkar fóðurverð um 5%

16.06.2008

Lífland hf hækkar verð á kjarnfóðri um 5% frá og með deginum í dag, 16. júní. Ástæður hækkunarinnar er veiking á gengi íslensku krónunnar og hækkanir á hráefnum, einkum maís og sojamjöli.

Nýr verðlisti er ekki kominn á heimasíðu Líflands, en er að líkum væntanlegur þangað fljótlega.