Beint í efni

Lífland hækkaði fóður um 5% 1. september sl.

04.09.2007

Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá Líflandi 29. f.m.:

 

„Sökum hækkunar á hráefnum til fóðurgerðar auk hækkunar á flutningum til landsins sér Lífland sig knúið til þess að hækka verð á fóðri frá og með fyrsta september.  Hækkunin nemur 5% .
Meginorsök hækkunar á hráefnum til fóðurgerðar má rekja til uppskerubrests í Evrópu á hráefnum. Auk þess hefur notkun á hveiti og byggi til framleiðslu á Biodisel  snaraukist. Eins og staðan er nú sér ekki fyrir endan á hækkunum á hráefnum enda er Evrópa nú orðin innflytjandi á kornvörum en var áður útflytjandi.


Nánari upplýsingar veitir Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri Líflands“.

Nýr verðlisti verður settur á vefsíðu Landssambands kúabænda um leið og hann hefur borist landssambandinu.