Beint í efni

Libramont hefst í dag

22.07.2016

Í dag hefst belgíska landbúnaðarsýningin Libramont (La Forie de Libramont) en þessi sýning stendur í fjóra daga og hefur verið vel sótt af Íslendingum undanfarin ár. Sýningin er hefðbundin sumarsýning þar sem saman koma bæði sýnendur á landbúnaðartækjum og –tólum en einnig bændur sem sýna búfénað.

 

Sýningin er mjög umsvifamikil og koma á hana árlega um 200 þúsund gestir enda sölubásarnir margir eða rétt um 650 og alls sýna 1.500 aðilar á sýningunni. Líkt og undanfarin ár verður íslenskur hópur staddur á sýningunni og eru þar á ferð bæði ungir bændur og verðandi bændur í útskriftarferð en þau útskrifuðust frá Hvanneyri fyrr á árinu. Eftir tvo daga á sýningunni verður Brussel borg heimsótt og þá farið í heimsóknir til bænda í bæði Belgíu og Frakklandi. Ferðin endar svo í París að viku liðinni. Áhugasömum um Libramont sýninguna má benda á heimasíðu hennar: www.foiredelibramont.be/SS.