Beint í efni

LGG+ nú með bláberjum!

14.09.2012

Nú er komin á markað ný bragðtegund í flokknum LGG+, LGG+ með bláberjum. Vörurnar hafa átt afar góðu gengi að fagna undanfarið enda inniheldur LGG+ samnefndan heilsugeril sem er einn sá mest rannsakaði í heiminum. LGG+ inniheldur einnig, auk hinnar sýrðu undanrennu, a- og b-gerla og heilsutrefjar en þessi samsetning býr yfir fjölþættri varnarverkun sem eflir mótstöðuafl líkamans gegn margvíslegum sýkingum, álagi og streitu.

 

Samkvæmt rannsóknum þolir LGG-gerillinn ferðalagið gegnum magann (magasýrur) og smáþarma (gall) og festir sig svo við þarmavegginn þar sem hann hefur margvísleg heilsusamleg áhrif s.s. að bæta meltinguna m.a. með því að styrkja þarmaflóruna. Þá hefur gerillinn örvandi áhrif á ónæmiskerfið og hefur góð áhrif á mjólkursykursóþol. LGG+ er framleitt hjá MS Búðardal/SS-Mjólkurpósturinn.