Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lengi býr að fyrstu gerð

21.03.2012

Nú eru komnar út enn einar niðurstöðurnar sem sýna hve mikilvægt það er að gefa kvígunum gott atlæti fyrstu vikur ævinnar. Á rannsóknabúi Cornell háskólans í Bandaríkjunum hefur komið í ljós að kvígur sem fæddar eru í byrjun sumars mjólka meira en kvígur sem fæddar eru á öðrum tímabilum ársins. Þetta vakti eðlilega upp spurningar en þegar betur var að gáð lá skýringin fyrir. Þessar kvígur þurftu ekki að nýta hluta af orkunni úr mjólkinni sem þeim var gefin til þess að halda á sér hita, enda umhverfishiti góður að sumarlagi þarna vesturfrá.

 

Alls náði rannsóknin til 1.244 kvígna af Holstein  kyni sem allar fengu sama atlætið og aðbúnaðinn og var eini munurinn árstíminn þegar þær fæddust. Kvígurnar sem fæddust að sumarlagi (meðalhiti þá 16,3°C) mjólkuðu að jafnaði 530 kg meira á fyrsta mjaltaskeiði en þær kvígur sem fæddust um hávetur (meðalhiti þá 0,2°C). Munurinn á hitastiginu við sömu mjólkurgjöf þýðir að kvígurnar sem eru við hærra hitastig geta vaxið allt að 300 grömmum meira á dag en hinar þessar fyrstu 5-6 vikur ævinnar sem mjólkurgjöfin nær til. Alls fengu kvígurnar 650 gr. þurrefnis (úr mjólk gerðri úr mjólkurdufti) á dag fyrstu vikuna og eftir það 850 gr. og upp í 1.250 gr. á dag fram til 42. dags frá fæðingu er mjólkurgjöf var hætt/SS.