Lely með nýja útfærslu af Juno fóðursópnum
09.09.2011
Nú, þremur árum eftir að hafa sett fóðursópinn Lely Juno 150 á markað, hefur Lely nú komið með nýja útgáfu af þessu hagnýta tæki. Juno 100 kallast nýji fóðursópurinn og er Juno 100 minna og nettara tæki, sem að sögn VB landbúnaðar, umboðsaðila Lely á Íslandi, hentar fleirum en býður þó upp á alla sömu eiginleikana og stærri fóðursópurinn hefur.
Í fréttatilkynningu frá VB landbúnaði segir: „Lely Juno 100 fóðursópurinn sinnir mikilvægu hlutverki á sjálfvirkan hátt. Hann sér til þess að kýrnar hafi ávallt nægt fóður. Þessi sjálfvirkni eykur mjólkurframleiðslu allra mjólkurkúa, bætir líðan þeirra og sparar vinnu og peninga. Með Lely Juno 100 er kúnum tryggt óheft aðgengi að gæðafóðri allan sólarhringinn. Í meðfylgjandi bæklingi muntu finna upplýsingar ásamt lista yfir helstu kosti beggja gerða“. Fram kemur í tilkynningunni að kaupi bændur þennan nýja fóðursóp núna í september þá fá þeir 500 evrur í afslátt/SS – fréttatilkynning.