Beint í efni

Lely með fóðurþjarka

26.04.2012

Í fyrradag kynnt Lely nýjan þjarka sem kallast Vector. Þessi þjarki er alsjálfvirkt fóðurkerfi sem keyrir um fjósið og gefur gróffóður eins oft og viðkomandi bóndi óskar. Um er að ræða áhugaverða samþættingu á fóðursköfukerfi Lely og nú fóðurvagni. Vagninn ekur sjálfur í fóðurrými og sækir það gróffóður sem á að gefa, blandar það og keyrir út á fóðurgang, gefur og ýtir um leið fersku fóðrinu að kúnum.

 

Vector er að sögn forstjóra Lely álíka mikil bylting í tæknivæðungu fjósa og þegar Lely kynnti fyrsta mjaltaþjóninn. Tíminn leiðir í ljós hvort forstjórinn hafi rétt fyrir sér en áhugasamir geta kynnt sér Vector nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.lely.com /SS.