Beint í efni

Lely kynnir nýjan múgsaxa

21.04.2011

Hollenski framleiðandinn Lely hefur nú sett á markað dragtengda múgsaxann Lely Storm, sem sumir kunna etv. að þekkja undir öðru merki, en múgsaxinn var áður framleiddur af Mengele Agrartechnic AG.

 

Lely Storm er með 180 cm vinnslubreidd með mikla afkastagetu segir í fréttatilkynningu frá VB Landbúnaði ehf. Helstu kostir Lely Storm er bæði hin mikla vinnslubreidd en ekki síður geta til þess að ná upp heyi en ekki er nema 54 mm á milli tinda í sópvindunni. Sópvindan er einnig búin sérstökum málleitarbúnaði sem stoppar vinduna ef vart verður við aðskotahlut. Með þessu er mögulegt að verja söxunarbúnaðinn, sem er gríðarlega öflugur og samsettur af 130 cm kasthjóli með 10 hnífum.

 

Með tilkomu hins nýja múgsaxa getur Lely nú boðið upp á allar þekktar lausnir innan gróffóðurvinnslu eða allt frá áburðardreifingu til heybindingar og allt þar á milli. /SS