Beint í efni

Lely Astronaut A4 – ný kynslóð mjaltaþjóna

05.11.2010

Lely hefur nú kynnt til sögunnar nýja línu af mjaltaþjónum sem fyrirtækið hefur skýrt Astronaut A4. Þessi nýji mjaltaþjónn fyrirtækisins er byggður á fyrri gerðum en að mörgu leiti frábrugðinn í hönnun og tæknibúnaði. Mesta breytingin er sú að kýrnar ganga beint í gegnum mjaltaþjóninn en í fyrri gerðum stíga kýrnar inn í mjaltaklefa og út úr honum á ný. Í A4 opnast hlið við básendann og kýrnar ganga beint inn og fyrir vikið segir fyrirtækið að flæði kúa sé betra og nýtingin á mjaltaþjóninum hækkar.

 

Staðalbúnaður á A4 er jafnframt

afkastageta kerfis til þess að sjá um tvo mjaltaklefa, þ.e. viðbótarklefinn verður ódýrari. Þessari lausn svipar til lausnar GEA á „ONE“ mjaltaþjóninum, þar sem bóndi getur byrjað á því að kaupa einn klefa og bætt svo við fleirum eftir þörfum án verulegra aukalegra útgjalda í tæknibúnaði.

 

Hin nýja kynslóð mjaltaþjóna frá Lely, sk. Astronaut A4, er verulega breytt tæki frá fyrri gerðum
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri nýjungar er að finna í A4 sem vert er að nefna s.s. slitsterkari hluti, nýja gerð af mjólkurdælu sem fer betur með viðkvæma mjólkina, breytt notendaviðmót ofl.