Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Leikur kálfurinn sér?

07.08.2015

Leikur hjá smákálfi er merki um að hann hafi það gott og þrífist vel. Þetta er eitt af því sem sérfræðingar í atferli nota nú til dags til þess að meta með einföldum hætti ástanda kálfa og byggir á niðurstöðum rannsóknar þar sem fylgst var með hegðun kálfa og greint var frá í tímaritinu Animal í júní sl. Leikur er nefninilega afar eðlilegt atferli hjá heilbrigðum kálfum og séu þeir í góðu næringarlegu jafnvægi þá hlaupa þeir um, skrattast hver í öðrum og hoppa um að jafnaði sjö sinnum á sólarhring eða það gerðu kálfarnir amk. í þeirri tilraun sem hér er fjallað um.

 

Alls var fylgst með hegðun 56 kálfa á tímabilinu í kringum endaða mjólkurfóðrun og fyrstu vikurnar eftir að búið var að venja þá af mjólk. Í ljós kom að fyrstu dagana eftir að mjólkurfóðrun var hætt, datt botninn alveg úr leik kálfanna og mældust sk. leikjalotur einungis sem ein eða tvær á dag fyrstu dagana á eftir. Eftir sjö til níu daga var leikurinn kominn á ný í kálfana en þó var fjörið mun minna en fyrir frávenjur. Skýringin á þessari breyttu hegðun telja vísindamennirnir að felist í orkujafnvægi kálfanna og því jafnara sem það jafnvægi er fyrir og eftir að vanið er af mjólk, því minni munur sést á leik kálfanna/SS.