Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Leiga á jörðum og húsakosti

01.08.2015

Það er ekki algengt hér á landi að bændur bjóði húsakost til leigu og fóður til kaups fyrir þá sem vilja framleiða mjólk. Þetta er einnig reyndin í öðrum löndum Norðurlandanna en þekkist þó. Í Nýja-Sjálandi er þetta form hins vegar mjög algengt og stór hluti hinnar umfangsmiklu nýsjálensku mjólkurframleiðslu fer einmitt fram með þessum hætti.

 

Kostirnir við þetta form mjólkurframleiðslu eru augljósir en kúabændurnir þurfa „einungis“ að eiga framleiðslutækin sjálf, þ.e. kýrnar auk þeirra tækja sem þarf til þess að sjá um kýrnar s.s. fóðurvagn oþh. Eigandi jarðarinnar sér um jarðræktina og fyrir vikið er hægt að hefja búskap með miklu minni tilkostnaði en ella, og svo er einfaldlega greidd leiga fyrir afnotin að húsnæðinu og greitt fyrir fóðrið eins og eðlilegt er. Þetta form við rekstur jarða gæti hentað þeim sem vilja draga saman vinnuna sína en hafa enn áhuga á að sinna jarðræktinni og hefur þetta rekstarform gefist afar vel í Nýja-Sjálandi.

 

Það er erfitt að segja til um afhverju þetta form við rekstur hefur ekki náð mikilli útbreiðslu á Norðurlöndunum en skýringin gæti þó falist í því að margir hafa litið á uppbyggingu á eigin fé í fasteignum og landi sem hluta af lífeyri. Í dag horfa líklega fleiri með öðrum augum á þetta og sést þess t.d. merki nú í Danmörku þar sem fleiri og fleiri fara þá leið að hefja búskap með leigu. Hver veit nema þetta form festi einnig rætur hér á landi áður en langt um líður/SS.