Beint í efni

Leiðrétting á mjólkurverði til bænda 1. febrúar 2011

21.01.2011

Verðlagsnefnd búvara hefur sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:

 

„Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. febrúar n.k. um 2,25% að meðaltali, þó þannig að nýmjólk hækkar hlutfallslega til jafns við hækkun til bænda. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bænda um 3,25 kr. á lítra mjólkur, þ.e. úr 71,13 kr. í 74,38 kr., eða um 4,56%. 
Ástæður þessara verðhækkana eru hækkanir á breytilegum kostnaði til búrekstrar“.

Sú hækkun á afurðastöðvaverði sem bændur fá að þessu sinni byggja á hækkun kostnaðar verðlagsgrundvallar frá 1. desember 2009 til 1. desember 2010 að frádregnu viðhaldi, afskriftum, vöxtum og launum. Gæta verður að því að breytingar á vaxtalið á þessu tímabili eru neikvæðar, þar sem vextir hafa lækkað mjög á framangreindu tímabili.

 

Hækkun á framlögum vegna mjólkursamnings nú um áramót nemur um 2,39 kr/ltr innan greiðslumarks og því má meta það svo að bændur fái frá 1.
febrúar 5,64 kr/ltr móti hækkun kostnaðarliða.

 

Afurðastöðvarverðið fer í 74,38 kr/ltr með þessari breytingu og heildar stuðningsgreiðslur nema að meðaltali um 50 kr/ltr eða samtals 124,38 kr/ltr

 

Samkomulag er um eftirfarandi atriði í framhaldi af þessari niðurstöðu.
 
• Launaliður bænda verði endurskoðaður þegar skýrist með samninga á
almennum vinnumarkaði.
• Tekin verði til skoðunar áhrif niðurfellingar á mótframlagi í
Lífeyrissjóð bænda.
• Vegna óvissu í verðþróun aðfanga kúabænda verði fylgist grannt með
þróun þeirra mála og meti þörf á leiðréttinu verðs vegna þess reglulega næstu mánuði.
• Vaxtaliður verðlagsgrundvallar verði tekin til endurskoðunar um leið
og þau mál skýrast.
• Hafin verði undirbúningur að heildar endurskoðun á
verðlagsgrundvelli kúabús.