Leiðrétting á launalið verðlagsgrundvallar
04.06.2007
Í yfirlýsingu SAM frá síðasta hausti vegna raunlækkunar á heildsöluverði mjólkurvara kom fram að mjólkuriðnaðurinn myndi taka á sig, að lágmarki, hækkun launaliðar mjólkurframleiðenda skv. verðlagsgrundvelli kúabús á tímabilinu sem óbreytt verð mun ná yfir. Frá 1. september sl. til marsbyrjunar í ár hefur launavísitala hækkað um 5,45%.
Hluti afurðastöðvanna í hækkun launaliðar er 1,19 kr og hækkar lágmarksverð mjólkur til framleiðenda sem því nemur, úr 47,45 kr í 48,64 kr frá 1. júní 2007. Heildsöluverð mjólkurvara tekur ekki breytingum vegna þessa, er það sama og verið hefur frá 1.1.2006. Frá janúar 2006 til maí 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,5% og hefur því raunlækkun heildsöluverðs mjólkurafurða verið sem því nemur á tímabilinu.