Beint í efni

Leiðir til að auka kolefnisbindingu á Íslandi – UPPTÖKUR

13.12.2017

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu var haldin í Bændahöllinni þriðjudaginn 5. desember sl. á alþjóðlegum degi jarðvegs. Upptökur af erindum eru nú aðgengilegar á vefnum. 

Ávarp - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra  - Upptaka

Binding kolefnis með breyttri landnýtingu og skógrækt - LULUCF (Land Use, Land Use Change, Forestry) og reynsla Íra  –  Eugene Hendrick, sérfræðingur um kolefnisbindingu - Upptaka

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar á Íslandi  – Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ - Upptaka 

Sauðfjárbændur og kolefnisbinding – Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda - Upptaka

Kolefnisbinding með landgræðslu – Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins - Upptaka

Kolefnisbinding með skógrækt – Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá - Upptaka

Það voru Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin og Bændasamtök Íslands sem stóðu sameiginlega að ráðstefnunni. Markmiðið með henni var að draga fram lausnir við bindingu kolefnis hér á landi í því augnamiði að uppfylla skyldur sem m.a. felast í Parísarsamkomulaginu.