Beint í efni

Leiðir lífræna mjólkurframleiðslu í Evrópu

28.01.2012

Síðustu 12 ár hefur orðið gríðarleg framleiðsluaukning á lífrænt vottaðri mjólk í Austurríki eða um heil 277% og er landið í dag leiðandi á sviði lífrænnar mjólkurframleiðslu í Evrópu. Þannig er lífrænt vottuð framleiðsla á mjólk nú 14% af heildarmjólkurframleiðslu landsins en árið 2010 nam hin lífrænt vottaða framleiðsla í Austurríki 381 milljónum kílóa.

 

Þetta háa hlutfall hefur svo skilað sér áfram í lífrænt vottaðar mjólkurvörur og í dag er 10% af öllu ávaxtajógúrti landsins lífrænt vottað, 7% af ostinum og 13% drykkjarmjólkurinnar/SS.