Beint í efni

Leiðbeiningar um meðferð á hálmböggum

20.07.2012

Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hér á landi létust þrjár systur í Danmörku í síðustu viku eftir leik við hálmbaggastæðu, en 4 stórbaggar féllu ofan á þær með fyrrgreindum afleiðingum. Í kjölfarið hafa eðlilega orðið miklar umræður í Danmörku um öryggi fólk í og við stæður af stórum böggum og nú hafa verið gefnar út leiðbeiningar um meðhöndlun á hálmböggum.

 

Bæklingurinn, sem er á dönsku, tekur til bæði flutninga, uppröðunar og meðferðar á rúlluböggum og ferböggum. Þó svo að um danskar leiðbeiningar sé að ræða er full ástæða til þess að hvetja bændur til þess að lesa þær og fara vandlega yfir alla þætti er lúta að umgengni við bæði hey- og hálmbagga.

 

Bæklingur þessi er rafrænn  og má nálgast hann hér: http://www.landbrugsinfo.dk/Tvaerfaglige-emner/Arbejdssikkerhed/Sider/Halmballer-juli-2012.pdf?List={1fc47be7-e242-49d7-8745-326dae84948d}&download=true

 

Hér á landi hefur einnig komið út efni um slysahættur af völdum bagga. Hér fyrir neðan má smella hlekk á grein Bjarna Guðmundssonar: http://saga.bondi.is/wpp/almhand.nsf/id/4CF82704C3BF5799002564BA003AB6BE

 

/SS.