
Leiðbeiningar um COVID-19 smitvarnir vegna gangna og rétta
02.09.2021
Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta út af COVID-19 hættustigi almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum sem sjá má hér. Það er síðan á ábyrgð sveitastjórnar, sem fer með stjórn fjallskilamála, að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir og gefa út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir.
Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.
Nánari upplýsingar veitir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (unnsteinn@bondi.is / 899 4043).
Leiðbeiningunum er hægt að hlaða niður hér