
Leiðarinn: Um áramót
30.12.2017
Arnar Árnason, stjórnarformaður LK, ritar leiðarann nú um áramótin og venju samkvæmt er með áramótaleiðaranum litið um öxl og jafnframt fram á veginn. Það er bjart framundan í búgreininni og segir m.a. í leiðaranum: „Núna þegar þessar línur eru skrifaðar er það ljóst að við kúabændu erum að slá enn eitt heimsmetið í mjólkurframleiðslu á Íslandi og útlitið er bjart hvað varðar framleiðslu á árinu 2018, mikið hefur verið byggt af nýrri aðstöðu, bæði ný fjós og breytingar á eldri. Vil ég sérstaklega taka fram dugnað Svarfdælinga en þar er verið að byggja á nánast öðrum hverjum bæ. Það er ekki svo langt síðan (rétt eitt ár) að menn höfðu töluverðar áhyggjur af því hvaða áhrif nýgerður búvörusamningur myndi hafa á framkvæmdavilja bænda og hvort bændur brygðust við vaxandi endurnýjunarþörf á fjósum landsins. Það reyndist sem betur fer ástæðulaus ótti og nú byggja menn sem aldrei fyrr, við erum klárlega að búa okkur undir framtíðina í mjólkurframleiðslu á Íslandi!“
Leiðarann í heild sinni má lesa hér neðar á forsíðu naut.is eða með því að smella hér.
MYND: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (formaður BÍ), Arnar Árnason (formaður LK) og Axel Kárason (settur framkvæmdastjóri LK) við opnun Próteinverskmiðjunnar í Skagafirði. Myndasmiður: Ásta Arnbjörg Pétursdóttir/SS