Sé þessi spá borin saman við sölutölur frá SAM, þá sést að búast má við töluverðri framleiðslu umfram bæði greiðslumark og sölu árið 2018. Sala á próteingrunni innanlands var tæpar 133 milljónir lítra síðustu 12 mánuði, og sala á fitugrunni rúmar 145 milljónir lítra. Séu þessar tölur hafðar til hliðsjónar er nokkuð skýrt að það stefnir í að framleiðsla verði töluvert umfram greiðslumark- og innanlandssölu á næsta ári“. Smelltu hér til þess að lesa leiðarann í heild sinni/SS.

Leiðarinn: Spálíkan um mjólkurframleiðslu á Íslandi
02.09.2017
Arnar Árnason, stjórnarformaður LK, ritar leiðarann á naut.is í september og í honum gerir hann að umfjöllunarefni áhugaverða vinnu innan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er snýr að framleiðsluspá mjólkur hér á landi. Spálíkan þetta er enn í vinnslu og byggir það á margskonar upplýsingum um bæði fjölda mjólkurkúa, burði og annað slíkt sem tengist mjólkurframleiðslunni með beinum hætti.
Arnar segir m.a. um þessa spá: „Í lok samantektarinnar segir höfundur frá vinnu við að áætla innvigtun út frá mánaðarlegum fjölda fyrstu sæðinga, og þrátt fyrir óvissu gæti um þróun í fjölda sæðinga sem áhrif hafa á innvigtun ársins 2018, þá er áætlað að mjólkurframleiðsla á árinu 2018 verði um 152 milljónir lítra.