Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Leiðarinn: Snúum bökum saman!

22.04.2017

Nú er kominn nýr leiðari inn á síðuna hjá okkur og að þessu sinni er penninn hjá formanni LK, Arnari Árnasyni. Í leiðaranum fer hann yfir fyrsta starfsár sitt sem formaður LK, nýafstaðinn aðalfund LK, mikilvægi félagsaðildar allar kúabænda landsins að LK sem og ræðir hið pólitíska landslag og segir m.a.: „Pólitíska landslagið breyttist töluvert við Alþingiskosningar og eftir langar  stjórnarmyndunarviðræður varð það úr að Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu stjórn. Í framhaldi af því fengum við svo ráðherra landbúnaðarmála úr röðum Viðreisnar. Í kjölfar kosninganna varð snemma ljóst að ef eitthvað í þessa veru myndi gerast myndi það vera krefjandi verkefni, svo ekki sé meira sagt, að koma sjónarmiðum landbúnaðar á Íslandi á framfæri. Skemmst er að minnast framlagningu ráðherra á frumvarpsdrögum sem í raun kollvarpa núverandi kerfi við mjólkurframleiðslu og -vinnslu á Íslandi. Reyndar fór það svo að ráðherra hætti við að leggja frumvarpið fram og ákvað að fresta því til haustins, maður fær þá allavega ráðrúm til að heyja, en það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara fyrir okkur sem stétt að koma sjónarmiðum okkar kröftuglega á framfæri og því mikilvægt að við þéttum raðirnar eins og kostur er, snúum bökum saman“.

 

Leiðarann má lesa hér á forsíðu naut.is og hann má einnig lesa með því að smella hér/SS