Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Leiðarinn: Sækjum ekki vatnið yfir lækinn!

08.12.2018

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, skrifar leiðarann á naut.is í desember og í honum fjallar hún um hið mikilvæga málefni sem kolefnisspor matvæla er en hún segir m.a. að á síðasta ári hafi kolefnisspor innfluttra matvæla numið heilum 41 þúsund tonnum af CO2! Þó sé það einungis sú losun á koltvísýringi sem fylgir flutningi frá útskipunarhöfn og hingað til lands, þ.e. ekki hafi verið reiknað með kolefnisspori matvælanna fram að umskipun til Íslands. Að draga úr kolefnisspori matvæla er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir alla Íslendinga og raunar heimsbyggðina alla og ríkisstjórnin er einnig á því en Margrét segir m.a. í leiðaranum: „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar setur hún sér skýra stefnu: „Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum” og að „Ríkisstjórnin ætlar að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif”. Þetta rímar ágætlega við þær áherslur sem komið hafa frá bændum og má þar m.a. benda á ályktun af aðalfundi LK frá í vor, þar sem lögð var áhersla á einmitt þessi atriði, ásamt því að uppruni matvara eigi ávallt að vera aðgengilegur fyrir neytendur, hvort sem er í verslunum, mötuneytum eða á veitingastöðum“.

Síðar segir hún m.a.: „Það hefur sjaldan þótt merki um mikla snilli að sækja vatnið yfir lækinn, ég tala nú ekki um þegar ferðin yfir lækinn hefur skaðleg áhrif á loftslagið og umhverfið í heild sinni. Það ætti því að liggja beint við, að þegar val á milli sömu eða sambærilegra vara er að ræða þá verði varan með minnsta umhverfisfótsporið og sú sem hefur ferðast um stystan veg fyrir valinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki“.

Með því að smella hér getur þú lesið leiðarann í desember á naut.is í heild sinni, en hann er einnig að finna á forsíðu vefsins/SS.