
Leiðarinn: Af vettvangi LK
04.11.2017
Arnar Árnason, formaður LK, ritar leiðara nóvembermánuðar á naut.is og ræðir þar ýmis hagsmunamál s.s. alþjóðamál mjólkurframleiðslu en nú er alþjóðaráðstefnu IDF nýlokið. Þar kom m.a. fram að meðal kúabú heimsins er einungis með 3 kýr og meðalnyt kúa á heimsvísu er um 2.200 lítrar á kúna. Þetta og margt fleira kemur Arnar inn á í leiðaranum og ræðir hann ennfremur um kosningarnar og segir: “Ekki er hægt að rita leiðara á þessum tímapunkti án þess að minnast á að nú eru kosningar nýafstaðnar. Aldrei hafa fleiri flokkar tekið sæti á Alþingi sem gerir meiri kröfur til allra um að ná að koma auga á sameiginlega fleti á málunum. Það hefur verið augljóst síðustu daga í stjórnarmyndunarumleitunum að nú ætla menn að vanda sig betur og útiloka ekki neina möguleika fyrirfram, það er gott. Við vitum ekki hvað kemur upp úr hattinum varðandi landbúnaðarráðherra, en hættan á að núverandi ráðherra sitji áfram er ekki endanlega liðin hjá, það er ljóst!“
Með því að smella hér getur þú lesið leiðarann í heild sinni, en hann má einnig finna hér á forsíðu naut.is/SS.