Beint í efni

Leiðarinn: Af endurskoðun og atkvæðagreiðslu

04.03.2018

Nú er kominn nýr leiðari hér á naut.is og að þessu sinni var það Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, sem handlék lyklaborðið. Í leiðaranum fjallar hún m.a. um búvörusamningana sem hafa nú verið í gildi í rúmt ár og um þá fyrirhuguðu endurskoðun á honum sem er framundan en margt hefur gerst á þessum tíma s.s. margendurskipuð samráðsnefnd, útlit og horfur varðandi innflutning landbúnaðarvara, dómur EFTA-dómstólsins um innflutning á hrárri kjötvöru ofl. Þá ræðir hún um framtíð kvótakerfisins í mjólkurframleiðslunni og fleiri mál.

Til þess að lesa leiðarann má annað hvort smella hér eða á hlekk hér neðar á forsíðu naut.is/SS.