Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Legutími kúa breytist á mjaltaskeiðinu

05.05.2017

Í danskri tilraun, sem greint var frá í vísindaritinu Research in Veterinary Science, var fylgst með atferli kúa á mjaltaskeiðinu og legutími var sérstaklega mældur. Víða erlendis er nú rætt um að nota legutíma, en margskonar búnaður er til í dag sem mælir hann, sem ávitul á dýravelferð og því þótti mikilvægt að komast að því nákvæmlega hvað sé eðlilegur legutími og hvað ekki. Tilraunin náði til 366 Holstein kúa á fjórum kúabúum og kom í ljós að legutími kúa breytist töluvert eftir stöðu á mjaltaskeiði.

Í upphafi mjaltaskeiðsins var meðal legutíminn 11 klukkustundir en þegar mánuður var liðinn frá burðinum var legutíminn að jafnaði 10,5 klukkustundir. Úr því smá lengdist svo legutíminn og þegar komnir voru 200 dagar frá burði var meðal legutíminn kominn í 12 klukkustundir.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að eigi að nota legutíma sem ávitul á dýravelferð þá þurfi að leiðrétta slíkar mælingar fyrir stöðu á mjaltaskeiði/SS.