
Leguatferli kúa breytilegt
07.12.2017
Ný dönsk rannsókn, sem unnin var í tilraunafjósi háskólans í Árósum, hefur leitt í ljós að kýr eru með afar breytilegt leguatferli eftir stöðu á mjaltaskeiði og sýna niðurstöðurnar að breytileikinn er afar áþekkur hjá öllum kúm. Rannsóknin byggir á gagnasöfnun síðustu tveggja ára og tóku þátt í henni bæði Holstein og Jersey kýr. Helstu niðurstöðurnar sýna mun á milli Holstein og Jersey en þær síðarnefndu liggja mun skemur en hinar svartskjöldóttu.
Það sem átti þó við um bæði kynin var að leguatferlið breyttist eins þegar leið á mjaltaskeiðið. Ungar kýr á fyrsta mjaltaskeiði liggja mun skemur en eldri kýr framan af mjaltaskeiðinu en svo stígur legutíminn jafnt og þétt og samtals um 2 klukkustundir fyrstu þrjá mánuði mjaltaskeiðsins. Eldri kýrnar sýndu hins vegar annarskonar leguatferli en legutími þeirra styttist fyrstu 4-6 vikurnar eftir burð, en fór svo að lengjast á ný þegar leið á mjaltaskeiðið. Það liggur ekki fyrir hversvegna leguatferlið breytist svona en það er rannsóknaefni komandi ára. Tilgáta vísindafólks háskólans í Árósum er sú að því sterkari sem kýrnar eru, því betur endast þær til að liggja enda tekur á líkamann að liggja í langan tíma/SS.