
Leggjast á eitt við að bæta upprunamerkingar matvæla
24.01.2014
Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.
Samstarfsaðilarnir þrír hafa hleypt af stokkunum átaksverkefni til að fylgja eftir þessu stefnumáli sínu og mun það standa yfir út árið 2014. Það voru formennirnir Sindri Sigurgeirsson, Björólfur Jóhannsson og Jóhannes Gunnarsson sem skrifuðu undir sáttmálann fyrir hönd sinna samtaka.
Verkefnastjórn samstarfsaðilanna þriggja mun vinna að vitundarvakningu meðal matvælaframleiðenda og innflytjenda á matvælum og hvetja þá til að merkja upprunaland matvörunnar með skýrum hætti. Unnið verður að leiðbeinandi tillögum um merkingar og neytendur hvattir til að kynna sér uppruna matvæla.
Sáttmáli samtakanna þriggja um upprunamerkingar á matvælum er svo hljóðandi:
Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins fagna þeirri umræðu sem uppi hefur verið um mikilvægi þess að að neytendum sé ávallt ljóst hvert er upprunaland matvörunnar sem þeim stendur til boða, bæði í verslunum og veitingahúsum hérlendis.
Samtökin hvetja matvælaframleiðendur og innflytjendur að standa vel að merkingum á uppruna matvæla og hvetja neytendur til þess að láta sig þetta mikilvæga málefni varða og krefjast upprunamerkinga á öll matvæli.
Það er vilji samtakanna að markmið þeirra um upprunamerkingar matvæla nái fram að ganga og að allir leggist á eitt um að svo megi verða.
Undir sáttmálann rituðu nöfn sín formenn samtakanna þriggja í höfuðstöðvum Sölufélags garðyrkjumanna. Ástæða þess að undirritunin fór fram hjá Sölufélaginu var sú að fyrirtækið hefur upprunamerkt sínar vörur í rúman áratug og fylgt ströngum reglum um gæðaeftirlit. Markmið SFG er að upplýsa sína viðskiptavini um það hvaðan vörurnar komi sem samræmist vel markmiðum sáttmála samtakanna þriggja.
Sáttmáli um upprunamerkingar matvæla - pdf

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og Jóhannes Gunnarsson, formaður NS.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og Katrín Pálsdóttir frá SFG.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna og Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.

Björgólfur Jóhannsson.

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Knútur Rafn Ármann, bóndi í Friðheimum, Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri SFG og
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri SG.

Björgólfur Jóhannsson og Jóhannes Gunnarsson.

Myndir / TB
Samstarfsaðilarnir þrír hafa hleypt af stokkunum átaksverkefni til að fylgja eftir þessu stefnumáli sínu og mun það standa yfir út árið 2014. Það voru formennirnir Sindri Sigurgeirsson, Björólfur Jóhannsson og Jóhannes Gunnarsson sem skrifuðu undir sáttmálann fyrir hönd sinna samtaka.
Verkefnastjórn samstarfsaðilanna þriggja mun vinna að vitundarvakningu meðal matvælaframleiðenda og innflytjenda á matvælum og hvetja þá til að merkja upprunaland matvörunnar með skýrum hætti. Unnið verður að leiðbeinandi tillögum um merkingar og neytendur hvattir til að kynna sér uppruna matvæla.
Sáttmáli samtakanna þriggja um upprunamerkingar á matvælum er svo hljóðandi:
Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins fagna þeirri umræðu sem uppi hefur verið um mikilvægi þess að að neytendum sé ávallt ljóst hvert er upprunaland matvörunnar sem þeim stendur til boða, bæði í verslunum og veitingahúsum hérlendis.
Samtökin hvetja matvælaframleiðendur og innflytjendur að standa vel að merkingum á uppruna matvæla og hvetja neytendur til þess að láta sig þetta mikilvæga málefni varða og krefjast upprunamerkinga á öll matvæli.
Það er vilji samtakanna að markmið þeirra um upprunamerkingar matvæla nái fram að ganga og að allir leggist á eitt um að svo megi verða.
Undir sáttmálann rituðu nöfn sín formenn samtakanna þriggja í höfuðstöðvum Sölufélags garðyrkjumanna. Ástæða þess að undirritunin fór fram hjá Sölufélaginu var sú að fyrirtækið hefur upprunamerkt sínar vörur í rúman áratug og fylgt ströngum reglum um gæðaeftirlit. Markmið SFG er að upplýsa sína viðskiptavini um það hvaðan vörurnar komi sem samræmist vel markmiðum sáttmála samtakanna þriggja.
Sáttmáli um upprunamerkingar matvæla - pdf

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og Jóhannes Gunnarsson, formaður NS.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og Katrín Pálsdóttir frá SFG.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna og Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.

Björgólfur Jóhannsson.

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Knútur Rafn Ármann, bóndi í Friðheimum, Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri SFG og
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri SG.

Björgólfur Jóhannsson og Jóhannes Gunnarsson.

Myndir / TB