Launagreiðslugeta kúabúa lækkar annað árið í röð
21.08.2002
Á aðalfundi kúabænda flutti Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, erindi um afkomu kúabúa árið 2001. Fram kom að launagreiðslugeta kúabúanna hefur minnkað á milli ára, en framlegðarstigið aukist og var árið 2001 63,7 stig að meðaltali.
Ennfremur kom fram að launagreiðslugeta á kúabúum hefur dregist saman annað árið í röð er var hún árið 2001 2.505.000,-
Smelltu hér til að sjá erindi Jónasar Bjarnasonar (krefst forritsins Power Point).