Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Láttu fagfólkið vinna saman!

10.03.2012

Nú þegar Búnaðarþing hefur lagt til verulegar breytingar á ráðgjafastarfsemi í landbúnaði má búast við nokkru umróti á þessu sviði hér á landi. Í nágrannalöndum okkar hefur sambærileg breyting átt sér stað þó svo að nokkuð misjafnar lausnir hafi verið valdar á milli landanna. Eitt af því sem þó er sameiginlegt með ráðgjafastarfseminni í nágrannalöndum okkar eru þungar áherslur bænda á samstarf allra fagaðilanna, sér í hag!
 
Að hefðbundinni mjólkurframleiðslu koma margir ráðgjafar s.s. dýralæknir, fóðurráðgjafi og mjólkurgæðaráðgjafi. Ennfremur, en auðvitað sjaldnar, ráðgjafar í jarðrækt, fóðurrækt og kynbótum gripa. Til þess að ná sem mestri þekkingu frá öllu þessu fagfólki er hverjum bónda mikilvægt að skipuleggja vel með hvaða hætti hann sækir sér þekkinguna og reynslan erlendis frá sýnir að einna farsælast er að kalla fagfólkið sameiginlega til fundar við eldhúsborðið með reglulegu millibili. Sá misskilningur kemur stundum upp að þessir fagaðilar séu í einhverskonar samkeppni um ráðgjöf til bænda, en auðvitað er það ekki tilfellið. Það getur enginn einn fagaðili, og enginn kúabóndi ætti að ætlast til þess, séð kúabónda fyrir heilstæðri ráðgjöf á faglega háu stigi.
 
Hafandi þetta í huga sér hver aðili hve brýnt er að allt fagfólk sem aðstoðar kúabændur nútímans vinni náið saman, en tilfellið er víða erlendis að það er frekar undantekning en regla að þessir aðilar hittist og ræði málefni viðkomandi kúabús! Ástæðan virðist oft liggja í því að fagfólkið vill ekki „troða öðrum um tær“ og halda faglegri fjarlægð. Hér þarf því kúabóndinn að stíga sjálfur fram og stjórna verkinu, enda hans eigin hagur að gera það.
 
En hvernig er best að standa að slíku? Nýverið var dönskum kúabændum sendar leiðbeiningar um það hvernig gott er að stjórna svona faglegri vinnu:

Kallaðu saman til fundar bæði dýralækni búsins og fóðurráðunaut og eftir þörfum kallið þið í aðra sérfræðinga s.s. í kynbótum, jarðrækt, fóðuröflun, tækni eða mjólkurgæðum. Á þessum fyrsta fundi ykkar ákveðið þið:
– Hvernig fundum við í framtíðinni og hve oft?
– Hvaða væntingar höfum við til árangursins?
– Hvaða vandamál ætlum við að leggja áherslu á og hvaða markmið setjum við búinu?
– Hver á að gera hvað og hvenær?
– Með hvaða hætti sendum við upplýsingar á milli okkar (SMS, tölvupóst osfrv.)?


/SS