Beint í efni

Láta símann ákveða um framtíð kýrinnar

23.07.2013

Nú er verið að þróa nýtt smáforrit fyrir síma (app) sem er ætlað að einfalda kúabændum að búa með margar kýr. Forrit þetta verður nefninlega sérhannað til þess að gefa álit á því hvort slátra eigi kú eða ekki! Það er danska fyrirtækið Dianova sem sér um þróun á forritinu en verkefnið hefur fengið 85 milljónir íslenskra króna í styrk.

 

Í upphafi verður þetta forrit eingöngu fyrir danska kúabændur og mun byggja á samkeyrslu á helstu skýrsluhaldsupplýsingum búanna og gagnasöfnun mjaltakerfa dagsins í dag. Allar upplýsingar verða svo metnar af hugbúnaði sem mun svo gefa viðkomandi kúabónda helstu kosti/galla viðkomandi kýr þegar hann slær inn númer gripsins fyrir framan sig/SS.