Beint í efni

Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins 8. mars

04.03.2013

Ráðstefnan Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins, verður haldin á Hvanneyri þann 8. mars, eða sama dag og fyrsti deildarfundur Auðhumlu verður haldinn hjá MS á Selfossi. Ráðstefnan hefst klukkan 10 og verða fjórar samhliða málstofur.

 

Málstofunar eru:

– Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst

– Fóður og fé

– Ástand og nýting afrétta

– Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla

– Klukkan 15:30 hefst veggspjaldakynning.

 

Nánari upplýsingar um dagskrá, um skráningu á ráðstefnuna og fleira er að finna á síðunni   http://www.skrina.is/landsyn

Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8:00 og frá Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti kl 8:20 og til baka frá Hvanneyri milli kl. 16:30 og 17:00/SS-fréttatilkynning.