Beint í efni

Landstólpi lækkar kjarnfóðurverð

02.01.2014

Svofelld tilkynning hefur borist frá Landstólpa ehf:

 

Landstólpi ehf. tilkynnir lækkun á kjarnfóðri og tekur lækkunin

gildi nú frá og með áramótum. Í kjölfar hækkunar á gengi

íslensku krónunnar gagnvart Evru sjáum við okkur nú fært að lækka verð á kjarnfóðri. Landstólpi er með hágæða blöndur á

góðu verði og hvetur bændur til samanburðar á verði og

innihaldi.

Nánari upplýsingar gefur Sævar í síma 480-5605.

 

Verðlisti kjarnfóðurs 2. janúar 2014