
Landstólpi í mjaltaþjónainnflutning
23.01.2017
Fyrirtækið Landstólpi tilkynnti fyrir helgi að það hefði gengið frá einkasöluleyfi hjá breska mjaltatækjaframleiðandanum Fullwood, en Fullwood framleiðir margkonar mjaltabúnað m.a. mjaltaþjóna. Það er einmitt mjaltaþjónahlutinn sem Landstólpi hefur sérstaklega horft til en nýjasti mjaltaþjónn Fullwood, M2, verður nú fluttur til landsins á vegum Landstólpa.
Fullwood hefur lengi vel byggt mjaltaþjón sinn upp í samvinnu við Lely og keypti fyrirtækið ásetningararm Lely og notaði beint en M2 mjaltaþjónninn er næsta kynslóð mjaltaþjóns frá Fullwood og byggir á eigin hönnun.
Í tilkynningu frá Landstólpa segir m.a. að einn af meginkostum mjaltaþjónanna frá Fullwood sé hagstætt verð og skilvirkni. Þegar innflutningur á þessum mjaltaþjóni hefst verða því á markaðinum hér á landi fjórar tegundir mjaltaþjóna: frá GEA, Lely, Fullwood og DeLaval/SS.