Beint í efni

Landstólpi hækkar kjarnfóðurverð um allt að 6%

03.01.2013

Svofelld tilkynning hefur borist frá Landstólpa:

 

„Mánudaginn 7. janúar n.k. mun Landstólpi hækka verð á kjarnfóðri um allt að 6 %. Ástæða hækkunarinnar er veiking íslensku krónunnar gagnvart evru. Þess má geta að fóðurverð Landstólpa hefur ekki hækkað síðan í september en því miður er það óumflýjanlegt nú vegna gengis íkr. Verði breyting þar á til batnaðar munu viðskiptavinir að sjálfsögðu njóta þess þegar þar að kemur.

 

Virðingarfyllst fyrir hönd Landstólpa ehf. Arnar Bjarni Eiríksson S: 480-5600″