Beint í efni

Landssamtök sauðfjárbænda efna til Færeyjaferðar

25.01.2010

Í tilefni af 25 ára afmæli Landssamtaka sauðfjárbænda á þessu ári, efna samtökin til Færeyjaferðar 19.-22. mars n.k. Farið verður í skoðunarferð um eyjarnar og bændur sóttir heim, ásamt því að haldin verður sérstök kynning á íslensku lambakjöti í verslunum þar í landi. Verð á mann er 128.350 m.v. gistingu í tveggja manna herbergi.

Innifalið: Flug og skattar, gisting með morgunverði á Hótel Føroyar, rútuferðir, 2 kvöldverðir og sigling til Nólseyjar. Fararstjóri er Björn Elíson, fyrrverandi framkvæmdastjóri LS, sem nú er búsettur í Færeyjum.

 

Nánari lýsingu á ferðinni er að finna hér. Bókanir eru hjá Bændaferðum í síma 570 2790 eða á bokun@baendaferdir.is

 

Ástæða er til að hvetja þá sem tök hafa, að sækja Færeyjar heim. Þar býr einstaklega gott og gestrisið fólk sem gaman er að heimsækja; bræðraþjóðin.

 

Hér er að finna úrval vefmyndavéla frá Færeyjum og hér eru ýmsar upplýsingar um eyjarnar.

 

Þórshöfn að morgni aðfangadags 2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þórshöfn að morgni aðfangadags 2009, Vesturkirkjan á miðri mynd