Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Landssamband veiðifélaga 50 ára

10.06.2008

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn á Hótel Borgarnesi dagana 13. – 14. júní nk. Fundurinn hefst kl. 13:15 föstudaginn 13. júní og honum lýkur um hádegi laugardaginn 14. júní.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sérstök hátíðardagskrá á föstudagskvöldið þar sem þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá stofnun Landssambands veiðifélaga, en stofnfundurinn var haldinn í Borgarnesi árið 1958.

Á þessum tímamótum kemur út veglegt afmælisrit þar sem rakin er saga veiðimála á Íslandi.

Fjöldi góðra gesta mun sækja hátíðardagskrána og heiðra LV á þessum tímamótum. Þeirra á meðal verður Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, en hann mun flytja hátíðarræðu í tilefni afmælisins.

Nánari upplýsingar gefur Óðinn Sigþórsson, formaður LV, í síma 897 1667