Beint í efni

Landssamband kúabænda flytur á ný!

25.11.2005

Stjórn LK hefur ákveðið að flytja skrifstofu LK í húsnæði Osta- og Smjörsölunnar sf. (OSS) að Bitruhálsi 2 í Reykjavík. Ástæður flutningsins eru m.a. breytingar á starfsmannahaldi, en eins og kunnugt er mun Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, láta af störfum um áramót og Baldur Helgi Benjamínsson mun þá taka við. Skrifstofa LK hefur frá

stofnun samtakanna verið mjög hreyfanleg eins og sjá má hér að neðan og hefur stjórn LK aldrei hikað við að færa aðsetur LK til ef hún hefur talið það til hagsbóta fyrir hagsmunagæslu kúabænda. Ástæða þess að aðstaða hjá Osta- og smjörsölunni sf. varð fyrir valinu nú, er fyrst og fremst vegna augljóss ávinnings þess að styrkja betur samstarf og samvinnu Landssambands kúabænda og mjólkuriðnaðarins, en Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa einnig aðsetur hjá OSS, auk þess sem ýmsir kostir felast í þeim þjónustumöguleikum sem OSS hefur upp á að bjóða. Ráðgert er að skrifstofa LK opni að Bitruhálsi 2  um næstu áramót en hluti starfseminnar mun þó áfram verða sinnt í Borgarfirði, þar sem ritari LK, Margrét Guðmundsdóttir, mun áfram sjá um ákveðna þætti við heimasíðu LK með fjarvinnslu.

 

Staðsetning skrifstofu LK frá upphafi:

1986-1989: Holti, Suðurlandi

1989-1990: Stekkum, Suðurlandi

1990-1991: Skrauthólum, Kjalarnesi

1991-1992: Búgarði, Akureyri

1992-1994: Hvanneyri, Borgarfirði

1994-2001: Bændahöllinni, Reykjavík

2001-2006: Hvanneyri, Borgarfirði