Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Landssamband kúabænda 35 ára

06.04.2021

Á páskadag, 4. apríl sl., voru 35 ár liðin frá stofnun Landssambands kúabænda. Félagið var stofnað á tímamótum í íslenskum landbúnaði og fékk m.a. í vöggugjöf að þurfa að móta framleiðslustjórnunarkerfi fyrir mjólkurframleiðsluna. Síðan þá hafa mörg og breytileg mál verið á verkefnalista sambandsins og er LK í dag í forsvari fyrir kúabændur landsins í öllum veigamiklum málum er lúta að nautgriparækt.

Stofnfundur Landssambands kúabænda var haldinn 4. apríl 1986. Fundarboðandi var Félagsráð Osta- og smjörsölunnar og var fundurinn haldinn í húsakynnum hennar. Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 9 félögum kúabænda. Einnig fulltrúar frá Félagsráði Osta- og smjörsölunnar og fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Íslands. Á fundinum var samþykkt að stofna Landssamband kúabænda og því settar samþykktir.

Fyrsta stjórn sambandsins var þannig skipuð: Formaður; Hörður Sigurgrímsson. Meðstjórnendur; Guðmundur Þorsteinsson, Oddur Gunnarsson, Halldór Guðmundsson og Sturlaugur Eyjólfsson. Varamenn; Guðmundur Lárusson og Ólafur Þórarinsson.

Að LK standa í dag 13 aðildarfélög, sem mynda Landssamband kúabænda eins og það er í dag. Landssamband kúabænda (LK) er hagsmunagæslufélag nautgripabænda á Íslandi. Í stórum dráttum má skipta verkefnum sambandsins í þrjá þætti: fagleg mál, félagsmál og markaðsmál.