
Landsráðunautur í alifugla- og svínarækt
06.01.2012
Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann − landsráðunaut − til að veita alhliða fagráðgjöf í alifugla- og svínarækt. Markmið starfsins er að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessara greina landbúnaðarins. Um tímabundið starf er að ræða, til eins árs með möguleika á framlengingu.
Starfsauglýsingin er aðgengileg hér á vefnum þar sem umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um og senda inn viðeigandi upplýsingar.
Upplýsingar um starfið eru veittar með tölvupósti í gegnum netföng Gunnars
Guðmundssonar (gg@bondi.is) og Eiríks Blöndals (ebl@bondi.is). Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2012.