Beint í efni

Landsamtök sauðfjárbænda samþykkja semeiningu við Bændasamtök Íslands

19.04.2021

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda samþykkti í dag tillögu um sameiningu LS við Bændasamtök Íslands.  Tillagan var samþykkt með 37 greiddum atkvæðum, 2 voru á móti og 2 sátu hjá.  Sameiningin tekur gildi 1. júlí.  Markmið sameiningar LS við BÍ er að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað.  Sameiningin var samþykkt án slita LS.  Sjóðir og eignir LS munu áfram verða í eigu samtakanna en öll starfsemi færast undir búgreinadeild sauðfjárbænda innan BÍ.

Aðalfundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var með óhefðbundnum hætti.  Eftir að farið hafði verið yfir helstu verkefni og rekstur samtakana var tekin til afgreiðslu tillaga um sameiningu LS við BÍ.  Síðan var samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2021.  Að því loknu var fundi frestað og verður boðað til framhaldsaðalfundar með dagskrá þegar samkomutakmarkanir leyfa slíkt.  Þar er ætlunin að ganga frá breytingum á samþykktum LS vegna þessara breytinga og ljúka almennum aðalfundarstörfum.