
Landnámshænan komin á veggspjald
19.05.2015
Bændasamtökin hafa um árabil gefið út litaveggspjöld af íslensku búfé. Í fyrrahaust kom út nýtt spjald með geitinni og nú er landnámshænan komin á prent. Alls eru myndirnar 26 talsins með hönum, hænum og ungum við ýmsar aðstæður. Á myndunum má sjá fjölbreytta liti, aldur, kambgerðir og fleira.
Ljósmyndir tóku þau Jón Eiríksson, Brynhildur Inga Einarsdóttir, Jóhanna G. Harðardóttir og Áskell Þórisson. Textagerð var á hendi Jóhönnu G. Harðardóttur og Ólafs R. Dýrmundssonar. Textar eru bæði á íslensku og ensku og henta því vel fyrir ferðamenn jafnt sem innlent áhugafólk um landnámshænuna. Uppsetningu og prentun annaðist Oddi.
Nýja hænsnaveggspjaldið er fáanlegt hjá Bændasamtökunum og í ýmsum verslunum. Tvær stærðir eru í boði, A3 og stór veggspjöld í stærðinni 61 x 87 cm. Minni gerðin kostar 900 kr. og sú stærri 1.500 kr. Tekið er við pöntunum í netfangið jl@bondi.is eða í síma 563-0300.