
Landbúnaður á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli – staða, horfur og aðkallandi aðgerðir
14.05.2010
Dagana 11. og 12. maí fóru rúmlega 20 héraðs- og landsráðunautar ásamt fleirum í heimsóknir á 120 bú á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tilgangurinn var að ræða við bændur og m.a. meta með þeim aðstæður og þörf fyrir aðstoð vegna fóðuröflunar og beitar í vor og í sumar. Úrvinnslu gagna er ekki að fullu lokið úr ferðinni en niðurstöður ættu að liggja fyrir í byrjun næstu viku.
Sú staða sem uppi er á svæðinu er mörgum bændum erfið. Öskufall og rykmengun hefur haft veruleg áhrif á daglegt líf og erfitt hefur reynst að sinna búskap með viðunandi hætti. Þó má segja að almennt séu bændur staðráðnir í að halda sínu striki eins og kostur er þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í samantekt ráðunauta kemur fram að fóðurbirgðir eru nægar á svæðinu og eiga að duga í nokkrar vikur hið minnsta. Engin leið er að sjálfsögðu að segja til um þróun mála því allt veltur það á goslokum.
Þær aðgerðir sem eru aðkallandi að mati samtaka bænda á þessum tímapunkti eru eftirfarandi:
· Að sjá til þess að útvega beitarhólf fyrir sauðfé utan mesta öskufallssvæðisins.
· Útvega þarf fjós svo bændur geti haft þann valkost að flytja kýr af þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.
· Koma þarf upp skipulagðri afleysingaþjónustu fyrir bændur.
· Setja þarf upp skipulagða heymiðlun og gera áætlanir um fóðuröflun.
· Huga þarf að félagslegum úrræðum, m.a. sem gera bændum það léttbærara að yfirgefa bú sín tímabundið.
· Bankastofnanir verða að taka fullt tillit til þeirra erfiðu aðstæðna sem bændur á gossvæðinu búa við.
· Gera þarf áætlanir um flutninga á búpeningi og fóðri á milli svæða.
· Hraða þarf miðlun upplýsinga um niðurstöður efnagreininga á áhrifum flúors á beitarhaga búfjár.
Í dag fékk Búnaðarsamband Suðurlands til afnota 3.000 hektara beitarsvæði í Meðallandinu sem er í umsjá Landgræðslu ríkisins. Þangað býðst bændum að flytja sauðfé en áætlað er að fljótlega sé hægt að hefja flutninga þangað. Verið er að skoða fleiri beitarhólf. Einnig hvetur Búnaðarsamband Suðurlands þá bændur, sem geta tekið við mjólkurkúm tímabundið frá öskufallssvæðinu, að hafa samband. Hugmyndir um miðlun á heyi og túnum eru nú ræddar á vettvangi sveitarstjórna í samvinnu við samtök bænda. Þegar hafa verið kynnt þau úrræði sem bændum bjóðast í frumvarpi um breytt búvörulög. Þau felast m.a. í að bændum gefst kostur á að flytja kýr í önnur fjós eða draga saman búskap tímabundið. Álag á bændur er mikið og afleysingu vantar. Nauðsynlegt er að finna úrræði svo bændur geti komist úr öskukófinu af og til.
/Sameiginleg fréttatilkynning frá BÍ og BSSL.
Sú staða sem uppi er á svæðinu er mörgum bændum erfið. Öskufall og rykmengun hefur haft veruleg áhrif á daglegt líf og erfitt hefur reynst að sinna búskap með viðunandi hætti. Þó má segja að almennt séu bændur staðráðnir í að halda sínu striki eins og kostur er þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í samantekt ráðunauta kemur fram að fóðurbirgðir eru nægar á svæðinu og eiga að duga í nokkrar vikur hið minnsta. Engin leið er að sjálfsögðu að segja til um þróun mála því allt veltur það á goslokum.
Þær aðgerðir sem eru aðkallandi að mati samtaka bænda á þessum tímapunkti eru eftirfarandi:
· Að sjá til þess að útvega beitarhólf fyrir sauðfé utan mesta öskufallssvæðisins.
· Útvega þarf fjós svo bændur geti haft þann valkost að flytja kýr af þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.
· Koma þarf upp skipulagðri afleysingaþjónustu fyrir bændur.
· Setja þarf upp skipulagða heymiðlun og gera áætlanir um fóðuröflun.
· Huga þarf að félagslegum úrræðum, m.a. sem gera bændum það léttbærara að yfirgefa bú sín tímabundið.
· Bankastofnanir verða að taka fullt tillit til þeirra erfiðu aðstæðna sem bændur á gossvæðinu búa við.
· Gera þarf áætlanir um flutninga á búpeningi og fóðri á milli svæða.
· Hraða þarf miðlun upplýsinga um niðurstöður efnagreininga á áhrifum flúors á beitarhaga búfjár.
Í dag fékk Búnaðarsamband Suðurlands til afnota 3.000 hektara beitarsvæði í Meðallandinu sem er í umsjá Landgræðslu ríkisins. Þangað býðst bændum að flytja sauðfé en áætlað er að fljótlega sé hægt að hefja flutninga þangað. Verið er að skoða fleiri beitarhólf. Einnig hvetur Búnaðarsamband Suðurlands þá bændur, sem geta tekið við mjólkurkúm tímabundið frá öskufallssvæðinu, að hafa samband. Hugmyndir um miðlun á heyi og túnum eru nú ræddar á vettvangi sveitarstjórna í samvinnu við samtök bænda. Þegar hafa verið kynnt þau úrræði sem bændum bjóðast í frumvarpi um breytt búvörulög. Þau felast m.a. í að bændum gefst kostur á að flytja kýr í önnur fjós eða draga saman búskap tímabundið. Álag á bændur er mikið og afleysingu vantar. Nauðsynlegt er að finna úrræði svo bændur geti komist úr öskukófinu af og til.
/Sameiginleg fréttatilkynning frá BÍ og BSSL.